Velkomin/n í vefskilakerfi Hagstofu Íslands.
Hagstofa Íslands sér um samantekt og skýrslugerð um sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí 2018.
Óskað er eftir upplýsingum um:
- kjósendur á kjörskrá eftir kyni (að teknu tilliti
til breytinga á kjörskrárstofni) og greidd atkvæði
- aðstoð við kosningu á kjörfundi eftir kyni
- úrslit í bundinni/óbundinni kosningu
- kjörsókn eftir fæðingarári.
Til að hægt sé að skila skýrslunni verður að fylla út formið og hlaða upp skráningarskjali í gegnum "Choose Files" hnapp.
Athygli er vakin á því að ólíkt sveitarstjórnarkosningum 2014 er ekki um úrtak raðnúmera að ræða við skráningu kjörsóknar eftir fæðingarári heldur miðast skráning við kjörskrána í heild sinni. Sambærilegri skráningu skiluðu yfirkjörstjórnir kjördæma vegna forsetakosninga 2016 og alþingiskosninga 2016 og 2017.
Vakni einhverjar spurningar varðandi verkefnið er þér velkomið að hafa samband við Halldór Ágúst Ágústsson í síma 528-1226 eða Sigríði Vilhjálmsdóttur í síma 528-1054. Einnig er hægt að hafa samband gegnum tölvupóstfangið gagnasofnun@hagstofa.is